Nicolas Jackson er ákveðinn í því að yfirgefa Chelsea í sumar og vill skrifa undir samning við Newcastle.
Þetta kemur fram í frétt Telegraph en Jackson verður varamaður hjá Chelsea í vetur ef hann verður áfram hjá félaginu.
Newcastle er í leit að framherja og er búið að reyna við bæði Benjamin Sesko og Joao Pedro sem sömdu við annað félag.
Þessi 24 ára gamli leikmaður áttar sig á stöðu sinni hjá Chelsea og vill ekki horfa annað en til Newcastle – AC Milan og Manchester United hafa einnig verið nefnd til sögunnar.
Jackson er sagður vilja aðeins semja við Newcastle en ef það gerist þá þýðir það ekki að Alexander Isak sé á förum frá félaginu.
Isak vill ekkert meira en að komast burt í sumar en koma Jackson myndi ekki hafa áhrif á ákvörðun félagsins sem vill halda þeim sænska.