Stuðningsmenn Bayer Leverkusen eru áhyggjufullir fyrir komandi tímabil en þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum.
Leverkusen spilaði við Chelsea í æfingaleik á föstudaginn og átti ekki roð í þá ensku og tapaði viðureigninni 2-0.
Leverkusen átti fjögur skot að marki Chelsea´i leiknum og var 30 prósent með boltann en Chelsea skaut 24 sinnum að markinu.
Estevao og Joao Pedro skoruðu mörk Chelsea sem átti í litlum sem engum vandræðum með sigurinn gegn Erik ten Hag og hans félögum.
Stuðningsmenn Leverkusen eru sagðir áhyggjufullir fyrir komandi tímabil og hafa ekki mikla trú á Ten Hag og því sem hann vill gera á vellinum.
Leverkusen hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn gegn Chelsea en það var gegn mun slakari andstæðingum eða Fortuna Sittard, Bochum og Pisa.
Þann 18. júlí þá mætti liðið U20 ára liði Flamengo og tapaði þeim leik með fimm mörkum gegn einu.