Rasmus Hojlund gæti enn verið á förum frá Manchester United þó hann hafi áhuga á að spila áfram fyrir félagið.
Þetta kemur fram í frétt Fabrizio Romano en Hojlund er nú á óskalista ítalska félagsins AC Milan.
Milan vill fá Hojlund á láni út tímabilið og borga sex milljónir evra með möguleika á að kaupa hann fyrir 45 milljónir næsta sumar.
Romano segir að Hojlund sé ekki búinn að samþykkja að færa sig um set og virðist vera ákveðinn í að sanna sig í Manchester.
United er búið að kaupa Benjamin Sesko frá RB Leipzig og verða mínútur Hojlund því takmarkaðar næsta vetur.