Andre Onana er víst að vonast eftir því að verða klár fyrir fyrsta leik Manchester United á tímabilinu.
Markvörðurinn hefur verið meiddur í sumar en hann er að glíma við meiðsli aftan í læri og er ekki leikfær.
Samkvæmt Manchester Evening News eru líkur á að Onana nái fyrsta leik sem er stórleikur við Arsenal.
Onana verður mögulega aðalmarkvörður United í sumar nema að félagið ákveði að fá inn nýjan mann á næstunni.
Onana kom til United frá Inter Milan árið 2023 en hefur ekki beint staðist væntingar hingað til.