Ruben Selles, stjóri Sheffield United á Englandi, niðurlægði eigin leikmenn um helgina eftir leik við Bristol City í næst efstu deild.
Selles og hans menn töpuðu 1-4 heima gegn Bristol City en það má segja að úrslitin hafi verið ósanngjörn.
Sheffield var 74 prósent með boltann og skaut 20 sinnum að marki Bristol sem tókst samt sem áður að vinna 4-1 sigur.
Selles ákvað að sleppa því að fara inn í klefa eftir leik og ræddi við sína menn á vellinum eftir tapið.
Selles var víst hundfúll með frammistöðu sinna manna og fengu þeir að finna fyrir því fyrir framan allar myndavélar vallarins.
Mynd af þessu má sjá hér.
Ruben Selles embarrasing Sheffield United even further by doing his post match team talk on the pitch as his side are THUMPED by Bristol City. Im lost for words! #blades #sheffieldunited #bristolcity pic.twitter.com/4rtgm7H5rg
— George Ravelli (Football Journalist) (@CrypCoin101) August 9, 2025