Endrick, framherji Real Madrid, fékk að lokum níuna hjá félaginu en greint var frá því í gær að nían yrði eign Gonzalo Garcia.
Spænskir fjölmiðlar fullyrtu að Endrick væri brjálaður yfir því að hinn 21 árs gamli Garclia fengi níuna frekar en hann og hefur þessi reiði mögulega skilað árangri.
Real hefur staðfest að Endrick muni klæðast treyju númer níu á komandi tímabili og tekur númerið af Kylian Mbappe sem fer í tíuna.
Real er talið hafa ætlað að afhenta Garcia númerið en ákvað að taka U-beygju þar sem Endrick var langt frá því að vera hrifinn af því vali.
Talið er að Endrick muni spila stórt hlutverk fyrir Real í vetur undir stjórn Xabi Alonso sem tók við í sumar.