Alexander Isak er sagður vera brjálaður út í félag sitt Newcastle en þetta kemur fram í frétt Telegraph.
Isak hefur reynt að komast burt frá Newcastle í allt sumar en Liverpool hefur sýnt leikmanninum mikinn áhuga.
Newcastle vildi fá inn Benjamin Sesko frá RB Leipzig í stað Isak en hann ákvað að skrifa undir hjá Manchester United.
Samkvæmt Telegraph hefur Isak fengið þær fréttir að hann sé ekki til sölu og verði ekki seldur í sumar.
Svíinn er bálreiður eftir að hafa fengið þær fregnir en hann hefur engan áhuga á að spila með Newcastle í vetur.
Jafnvel þó Newcastle fái inn nýjan framherja í glugganum þá verður Isak ekki seldur en hvaða hlutverk hann mun spila verður að koma í ljós.