Nicolas Jackson hefur tjáð Enzo Maresca það að hann vilji skoða sína möguleika í sumar og mögulega semja við annað félag.
Þetta kemur fram í enskum miðlum en Jackson verður líklega varamaður í vetur ef hann heldur sig hjá þeim bláklæddu.
Jackson hefur staðið sig ágætlega sem aðalframherji Chelsea en félagið keypti inn Joao Pedro og Liam Delap í sumar.
Það er stutt síðan Jackson gerði nýjan níu ára samning við Chelsea og var aldrei útlit fyrir það að hann væri á förum frá félaginu þar til í sumar.
Jackson hefur spilað með Chelsea í tvö áren hann er orðaður við lið á Englandi, Ítalíu sem og í Þýskalandi.
Maresca sem er stjóri Chelsea ku vilja halda Jackson en stjórn félagsins virðist ákveðið í að losna við sóknarmanninn í þessum glugga.