Eins og margir vita þá átti Víkingur Reykjavík stórleik fyrir helgi er liðið mætti danska stórliðinu Brondby.
Brondby mætti til Íslands og tapaði 3-0 gegn Víkingum í Sambandsdeildinni og er ekki í of góðum málum fyrir seinni leikinn í Danmörku.
Flestir bjuggust við sigri Brondby í leiknum og þar á meðal einn stuðningsmaður liðsins sem fór aðeins yfir strikið.
Þessi ákveðni stuðningsmaður var búinn að bóka miða á leik gegn Strasbourg í næstu umferð og var alveg viss um að hans menn myndu komast áfram.
Brondby á vissulega möguleika í seinni leiknum á sínum heimavelli en búist er við yfir 20 þúsund manns á vellinum.
Hér má sjá myndband þar sem maðurinn er ansi kokhraustur og hvatti aðra til þess að kaupa miða á leikinn í Frakklandi.
Myndbandið hefur vakið töluverða athygli og er gert grín að þessum ágæta einstaklingi á bæði X og TikTok.
Rip ham her 🤣🤣 pic.twitter.com/pxBfryd6yH
— Nicklas (@FodboldGuden) August 7, 2025