David de Gea sneri aftur á Old Trafford um helgina en hann er í dag markvörður Fiorentina á Ítalíu.
De Gea var lengi aðalmarkvörður Manchester United en var ekki vinsæll á meðal allra á tíma sínum þar.
Það var vel tekið á móti Spánverjanum á Old Trafford fyrir leik gegn einmitt Fiorentina og var hann heiðraður fyrir sitt framlag fyrir félagið.
Stuðningsmenn vallarins klöppuðu vel fyrir markmanninum sem gekk í raðir félagsins 2011 og kvaddi 2023.
Myndband af þessu má sjá hér.
Man Utd legend David De Gea finally gets the Old Trafford send-off he deserved ❤️ pic.twitter.com/rxufQWNFwS
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) August 9, 2025