Oliver Glasner neitaði að staðfesta það að Eberechi Eze yrði leikmaður Crystal Palace á komandi tímabili.
Glasner fékk spurningu um Eze á blaðamannafundi í gær fyrir leik í Samfélagsskildinum gegn Liverpool.
Eze er sterklega orðaður við Arsenal í dag en Tottenham og Bayern Munchen eru einnig sögð vera áhugasöm.
Glasner staðfesti að Eze myndi spila leikinn gegn Liverpool en hann var spurður út í það hvort Eze yrði leikmaður Palace eftir gluggalok.
,,Hann mun spila á sunnudaginn gegn Liverpool, það er klárt. Marc Guehi mun gera það líka,“ sagði Glasner og í raun breytti um umræðuefni með því svari.