Mikel Arteta virðist vera mikill aðdáandi sóknarmannsins Viktor Gyokores sem kom til Arsenal í sumar.
Gyokore skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal um helgina en hann gerði það í 3-0 sigri á Athletic Bilbao.
Gyokores raðaði inn mörkum fyrir Sporting í Portúgal og er búist við miklu af honum á komandi tímabili.
Arteta hefur bullandi trú á að Svíinn muni hjálpa Arsenal mikið, bæði með því að skora mörk og að búa til svæði fyrir liðsfélaga sína.
,,Ef þú leyfir þessum leikmanni að fá pláss einn gegn einum þá mun hann ganga frá þér,“ sagði Arteta.
,,Hann mun búa til mikið af plássi fyrir okkur þegar tækifærið gefst og þá er annar leikmaður til taks til að skora mark.“