William Saliba dreymir um það að spila fyrir Real Madrid í framtíðinni en þetta kemur fram í miðlinum Le10 Sport í Frakklandi.
Saliba hefur fengið nýtt samningstilboð frá Arsenal en hann verður samningslaus eftir tvö ár.
Hvort Saliba samþykki að krota undir er ekki víst en miðað við þessar fregnir er draumur hans á Spáni.
Saliba er talinn vera að íhuga sína framtíð og gæti reynt að þvinga félagaskiptum í gegn næsta sumar.
Um er að ræða einn besta varnarmann Englands en hann hefur verið gríðarlega góður hjá Arsenal undanfarin tvö ár.