Ísak Snær Þorvaldsson er á leið til Lyngby í Danmörku en það er blaðamaðurinn Stian Wahl sem greinir frá.
Fótbolti.net vakti athygli á málinu í gærkvöldi en Ísak er á mála hjá norska félaginu Rosenborg.
Tækifærin hafa verið af skornum skammti á þessu tímabili og er Ísak að horfa í aðra möguleika.
Hann spilaði með Breiðabliki á síðustu leiktíð og stóð sig vel en mun nú líklega reyna fyrir sér í danska boltanum.
Lyngby spilar í næst efstu deild í Danmörku og var um tíma þjálfað af Frey Alexanderssyni sem er hjá Brann í dag.