Brentford fer fram á 65 milljónir punda fyrir Bryan Mbeumo sóknarmann liðsins. Óvíst er hvort Manchester United borgi þá upphæð,
United hefur boiðið 55 og 62,5 milljónir punda í Mbeumo en þeim tilboðum hefur báðum verið hafnað.
Brentford telur sig eiga að fá 65 milljónir punda en nokkuð langt er síðan að United bauð 62,5 og síðan hefur ekkert gerst.
Mbeumo er landsliðsmaður frá Kamerún en hann fékk viku lengra í frí frá æfingum Brentford á meðan framtíð hans er í lausu lofti.
Stuðningsmenn United eru orðnir pirraðir á málinu enda hefur sagan um Mbeumo verið í gangi í margar vikur án þess að nokkuð gerist.
Mbeumo sjálfur hefur hafnað Tottenham og Newcastle og hefur látið vilja að hann vilji fyrst og fremst fara til United.