Það eru fáir ánægðari í Monaco í dag en nýr leikmaður liðsins Ansu Fati sem kom til félagsins frá Barcelona.
Fati var keyptur fyrir um 11 milljónir evra og skrifar undir stuttu eftir komu Paul Pogba á frjálsri sölu.
Fati er mikill aðdáandi Pogba en á ekki roð í ónefndan góðvin sinn sem dýrkar fyrrum franska landsliðsmanninn.
Spánverjinn hefur sjálfur greint frá en hann er í skýjunum með að fá að spila með Pogba næsta vetur og er fullur tilhlökkunar.
,,Ég hef verið aðdáandi hans síðan ég var lítill krakki, einn vinur minn á sér fyrirmynd og það er Pogba,“ sagði Fati.
,,Sú staðreynd að ég fái að spila með honum og deila búningslefa með honum er svo ánægjulegt.“