Markvörðurinn Wojciech Szczesny er búinn að skrifa undir tveggja ára framlengingu við Barcelona.
Þetta var staðfest í gærkvöldi og ýtir undir þær sögusagnir að Marc Andre ter Stegen sé á förum.
Ter Stegen virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Barcelona en Chelsea og Monaco eru talin hafa áhuga á Þjóðverjanum.
Joan Garcia var keyptur sem aðalmarkvörður til Barcelona í sumar og verður Szczesny líklega varamarkvörður.
Szczesny er 35 ára gamall Pólverji sem kom til félagsins á frjálsri sölu í október í fyrra.