fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 12:30

Skjáskot úr viðtali Þorsteins við RÚV eftir leik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Þorsteinn Halldórsson er að margra mati kominn á endastöð með íslenska kvennalandsliðið eftir að það féll úr leik eftir aðeins tvo leiki í riðlakeppni EM. Liðið hefur tapað gegn Finnum og Sviss það sem af er.

„Ég fíla Steina mjög vel sem manneskju en miðað við hvernig þetta hefur verið þá sér maður ekki framfaraskref á liðinu. Mér finnst hann líka of íhaldssamur í leikmannavali. Hann treystir rosalega mikið á Blikastelpurnar, af hverju byrjar Hildur til dæmis á móti Finnlandi en ekki Dagný?“ segir Bjarni Helgason á Morgunblaðinu í hlaðvarpi 433.is um mótið.

Þorsteinn virðist sjálfur meðvitaður um að óvissa sé um hans framtíð. „Maður verður að hætta ef maður er ekki að standa sig vel,“ sagði hann í viðtali við RÚV beint eftir tapið gegn Sviss. Því var velt upp í þættinum hvort þarna hafi Þorsteinn verið að segja sjálfum sér upp, en daginn eftir sagði hann að vísu við fjölmiðla að hann hefði ekki leitt hugann að framtíð sinni.

„Ef liðið hefði verið frábært, væri að koma sér fimm opin marktækifæri í hverjum leik. Við erum með 0,24 í XG. Einu ógnirnar okkar á þessu móti hafi verið eftir löng innköst. Með þennan hóp, við verðum að gera meiri kröfur,“ segir Bjarni, sem vill erlendan landsliðsþjálfara.

„Ég vil fá einhvern erlendan þjálfara inn í þetta. Mér finnst íslenskir þjálfarar of fastir í því að við séum litla liðið. Ég held það væri bara flott að fá inn erlenda konu sem þekkir íslenska boltann ekkert allt of vel (og er því ekki með þetta hugarfar).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“