Manuel Ugarte miðjumaður Manchester United staðfesti í gær ástarsamband sitt við Georgia May frá Englandi.
Georgia er áhrifavaldur í Bretlandi en hún er 27 ára gömul.
Ugarte er að fara inn í sitt annað tímabil hjá United en hann kom til félagsins frá PSG.
Georgia þekkir til leikmanna PSG en hún átti um tíma í ástarsambandi við Kylian Mbappe fyrrum samherja Ugarte.
Þau byrjuðu að hittast eftir að Ugarte kom til Englands en hann birti myndir af þeim saman á Instagram í gær.