Samkvæmt frétt L’Equipe í Frakklandi hefur Al Ahli í Sádí Arabíu hafið viðræður við Lionel Messi og vill félagið fá hann frá Inter Miami.
Messi verður samningslaus í desember þegar tímabilið í MLS deildinni er á enda.
Al Ahli er eitt af stóru liðunum í Sádí og hefur félagið áhuga á því að fá Messi. Honum hefur áður verið boðið að koma til Sádí.
Ljóst er að messi færi í sama launaflokk og Cristiano Ronaldo en Sádarnir telja sig eiga góðan möguleika á því að fá Messi.
Messi er sagður ósáttur með það hversu illa Inter Miami hefur gengið að koma sér í fremstu röð í MLS deildinni.