Það vakti mikla athygli á dögunum er enginn annar en Pete Doherty var mættur til að leiða lið Margate út á völlinn í leik gegn Tonbridge Angels.
Um var að ræða leik á undirbúningstímabilinu en bæði þessi félög spila í neðri deildum Englands.
Doherty er nokkuð þekktur tónlistarmaður í Bretlandi en hann bar fyrirliðabandið og leiddi leikmenn Margate inn á völlinn ásamt því að taka upphafsspyrnuna.
Doherty er 46 ára gamall og var ekki lengi inni á vellinum en honum var skipt útaf skömmu eftir að leikurinn hófst.
Doherty er söngvari hljómsveitarinnar The Libertines og var á sínum tíma í sambandi með fyrirsætunni Kate Moss.
Ansi skemmtilegt allt saman en myndir af þessu má sjá hér.
We hope you enjoyed making your debut @petedoherty yesterday. @libertines rocked Hartsdown Park yesterday before their sensational hometown gig at @DreamlandMarg last night.
A great day for our club, our town……..our home 💙💙 pic.twitter.com/Ardkms0A4F
— Margate FC (@margate_fc) July 6, 2025