Luis Diaz hefur opnað sig um eigin framtíð en hann er mikið orðaður við Barcelona þessa stundina.
Diaz er leikmaður Liverpool á Englandi en Börsungar eru sagðir hafa mikinn áhuga á leikmanninum fyrir næsta vetur.
Diaz útilokar ekki að fara annað í sumar en viðurkennir að hann sé mjög ánægður sem leikmaður Liverpool og leitast ekki eftir því að fara.
,,Framtíðin er óljós þessa stundina og við erum í viðræðum við stjórnina,“ sagði Diaz um framtíðina.
,,Mér líður vel þar sem ég er í dag en við þurfum að sjá hvað gerist í framhaldinu.“