Patrick Vieira hefur hafnað því að fá sóknarmanninn Jamie Vardy til Ítalíu en þetta kemur fram í frétt Mail.
Vardy er að leita sér að nýju félagi og var orðaður við Genoa þar sem Vieira er við stjórnvölin.
Vieira var sá sem tók ákvörðun um að hafna Vardy sem er 38 ára gamall og hefur spilað með Leicester í mörg ár.
Framherjinn skoraði 200 mörk í 500 leikjum með Leicester og vann ensku úrvalsdeildina árið 2016.
Fjölmörg félög eru að horfa til leikmannsins og þar á meðal skoska stórliðið Rangers.