Arsenal hætti við að kaupa Benjamin Sesko framherja RB Leipzig vegna verðmiðans sem þýska félagið setti á hann. Sky í Þýskalandi segir frá.
Arsenal er að fara að kaupa Viktor Gyokeres frá Sporting Lisbon frekar en Sesko.
Talið er að Sesko hafi verið efstur á blaði en RB Leipzig fór frma á 86 milljónir punda fór fram á.
Sesko var á óskalista Arsenal síðasta sumar en þá hafnaði hann félaginu og vildi taka ár í viðbót með Leipzig.
Búist er við að Arsenal þurfi að borga um 70 milljónir punda fyrir Gyokeres sem er fimm árum eldri en Sesko.