Það gengur lítið hjá liði KR í Bestu deild karla en liðið spilaði við KA heima í kvöld.
KR hefur spilað 14 leiki á tímabilinu hingað til en í þeim leikjum hefur liðið fengið á sig 36 mörk og skorað 35.
KA kom sá og sigraði í leiknum en Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði bæði mörk liðsins í seinni hálfleik.
Aron Sigurðarson gerði eitt mark fyrir KR en öll mörkin voru skoruð á aðeins sex mínútum.
KA er í tíunda sæti deildarinnar með 15 stig, stigi á eftir KR sem situr í því áttunda.