Valur er úr leik í forkeppni Sambandsdeildarinnar eftir tvo leiki við lið Zalgiris frá Litháen.
Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Litháen og var Valur í ansi góðri stöðu fyrir seinni leikinn í kvöld.
Zalgiris vann seinni leikinn 2-1 í kvöld og er ljóst að Valsmenn eru úr leik sem verður að teljast svekkjandi.
Litháenarnir komust yfir á 38. mínútu en stuttu seinna jafnaði Orri Sigurður Ómarsson metin fyrir Val.
Amine Benchaib skoraði svo sigurmark Zalgiris á 51. mínútu í seinni hálfleik og lokatölur í viðureigninni, 2-3.