KA er úr leik í forkeppni Sambandsdeildarinnar eftir leik gegn Silkeborg sem fór fram í kvöld.
KA náði í frábær úrslit í fyrri leiknum í Danmörku en honum lauk með 1-1 jafntefli og allt opið fyrir seinni leikinn.
Venjulegum leiktíma lauk með 2-2 jafntefli en Viðar Örn Kjartansson reyndist hetja liðsins á 85. mínútu er hann jafnaði metin.
Maður að nafni Tonni Adamsen reyndist of stór biti fyrir KA að lokum en hann skoraði í framlengingu fyrir Silkeborg til að tryggja 3-2 sigur.
Adamsen skoraði þrennu í leiknum og öll mörk gestanna en hann klikkaði einnig á vítaspyrnu á sjöttu mínútu.
Hetjuleg barátta KA gegn sterkum andstæðingum en liðið er úr leik líkt og Valur sem tapaði gegn Zalgiris í kvöld.