Alexander Isak hefur engan áhuga á því að æfa með Newcastle og bíður aðeins eftir því að komast til Liverpool.
Þetta kemur fram í nokkrum spænskum fjölmiðlum en samkvæmt El Diario Vasco sást leikmaðurinn á æfingasvæði Real Sociedad.
Isak spilaði með spænska félaginu um tíma áður en hann var keyptur til Englands og vakti heimsathygli þar.
Newcastle áttar sig á að Isak vilji komast til Liverpool í sumar en mun heimta um 150 milljónir punda fyrir sóknarmanninn.
Isak ætti að vera með Newcastle á undirbúningstímabili en er þess í stað að æfa einn á sínu fyrrum æfingasvæði.