Pierre Emerick Aubameyang er mættur aftur til Marseille og fékk ótrúlega móttökur er hann mætti á flugvöll borgarinnar.
Aubameyang er 36 ára gamall framherji en hann kemur aftur til félagsins eftir dvöl í Sádi Arabíu.
Aubameyang lék með Marseille 2023-2024 og skoraði þar 17 mörk í 34 deildarleikjum en hann var á eins árs samningi og var fljótt farinn.
Gabonmaðurinn er mættur aftur til félagsins og er enn vinsæll en fjölmargir voru mættir á flugvöllinn til að taka á móti stórstjörnunni.
Fallegt að sjá en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
View this post on Instagram