Manchester United gæti fengið Harry Kane til liðs við sig næsta sumar, samkvæmt frétt The Telegraph.
United er í framherjaleit en hefur ekki tekist að kaupa einn slíkan í félagaskiptaglugganum í sumar. Þessi misserin er félagið sagt á eftir Ollie Watkins hjá Aston Villa og Benjamin Sesko hjá RB Leipzig.
Telegraph segir að takist United að landa hvorugum framherjanum gæti félagið sýnt þolinmæði og reynt við Kane næsta sumar, en hann er sagður opinn fyrir því að fara frá Bayern Munchen eftir HM í Bandaríkjunum.
Kane er með klásúlu í samningi sínum í Þýskalandi sem lækkar á hverju sumri. Tottenham, sem seldi hann til Bayern, er með forkaupsrétt en Telegraph segir United í góðri stöðu til að landa honum.