Granit Xhaka er formlega genginn í raðir nýliða Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.
Miðjumaðurinn reynslumikli kemur frá Bayer Leverkusen, þar sem hann hefur verið undanfarin tvö ár.
Sunderland greiðir um 17,5 milljónir punda fyrir Svisslendinginn og skrifar hann undir þriggja ára samning við félagið.
Xhaka þekkir ensku úrvalsdeildina vel eftir að hafa leikið með Arsenal við góðan orðstýr í sjö ár áður en hann hélt til Þýskalands.
Granit Xhaka 🤝 Thirty-Four
Get your Xhaka 3⃣4⃣ shirt now! 😍⤵️
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) July 30, 2025