Benjamin Sesko vill frekar ganga í raðir Manchester United en Newcastle. Fyrrum knattspyrnumaðurinn og nú starfsmaður Viaplay, Jan Aage Fjortoft, heldur þessu fram.
Sesko er eftirsóttur framherji RB Leipzig í Þýskalandi og hefur hann verið sterklega orðaður við ensku úrvalsdeildina undanfarið. Newcastle hefur þó verið sagt leiða kapphlaupið við United um hann.
Fjortoft segir hins vegar að Sesko vilji heldur ganga í raðir United, þó svo að félagið geti ekki boðið honum upp á Meistaradeildarfótbolta eins og Newcastle. Vitnar hann í Coldplay í færslu sinni, sem sjá má hér að neðan.
Re: Šeško
He gets what he wants at Newcastle, but he wants Manchester United
Or as Coldplay says it:
You get what you want, but not what you need https://t.co/BmNydcQYRd
— Jan Aage Fjørtoft 🇳🇴 (@JanAageFjortoft) July 30, 2025