Knattspyrnusamfélagið á Englandi, sér í lagi í kringum félagið Charlton Athletic, er harmi slegið eftir að tilkynnt var um andlát Ethan Ade-Oduwale, 10 ára drengs sem lék með barnaliði félagsins.
„Við erum afar sorgmædd vegna andláts Ethan Ade-Oduwale, en bros hans og einlægur áhugi á knattspyrnu er eitthvað sem við munum öll muna eftir,“ segir meðal annars í yfirlýsingu félagsins.
„Frá því hann steig fyrst inn á knattspyrnuvöllinn vildi hann ná langt og það sást hvað hann elskaði þessa íþrótt.“
Samúðarkveðjum frá fólki og öðrum knattspyrnufélögum hefur eins og gefur að skilja rignt inn frá því tíðindin bárust.