Robert Lewandowksi, stjörnuleikmaður Barcelona, er á óskalista fjölda liða í Sádi-Arabíu ef marka má fréttir frá Spáni.
Framherjinn er orðinn 36 ára gamall en það var ekki að sjá á síðustu leiktíð, er hann skoraði 42 mörk í 52 leikjum fyrir Börsunga.
Lewandowski á ár eftir af samningi sínum við Barcelona og er félagið sagt opið fyrir því að skoða mjög góð tilboð í Pólverjann.
Sjálfur er Lewandowski sagður sáttur hjá Barcelona en eins og flestir vita eiga Sádar alla heimsins peninga og gætu þannig lokkað hann til sín.