Það er ljóst að markvörðurinn Aaron Ramsdale er á leið til Newcastle frá liði Southampton.
Sky Sports fullyrðir að markmaðurinn sé við það að ganga í raðir Newcastle og verður líklega aðalmarkvörður næsta tímabil.
Ramsdale er 27 ára gamall og fyrrum markvörður Arsenal en hann hafði ekki áhuga á að spila í næst efstu deild með Southampton.
Nick Pope er aðalmarkvörður Newcastle í dag en talið er líklegt að hann setjist á bekkinn í vetur.
Newcastle mun borga í kringum 25-30 milljónir punda fyrir Ramsdale.