Liverpool er að horfa í það að selja þrjá leikmenn í sumar til að fjármagna kaup á framherjanum Alexander Isak.
Það er fyrir utan sölu Luis Diaz til Bayern Munchen en félagið fær inn 75 milljónir evra fyrir Kólumbíumanninn.
Liverpool reynir að safna allt að 100 milljónum punda áður en liðið býður í Isak sem gæti kostað allt að 150 milljónir punda.
Darwin Nunez, Harvey Elliott og Federico Chiesa eru allir til sölu og er ólíklegt að þeir spili með Liverpool í vetur.
Liverpool hefur eytt um 280 milljónum punda í leikmenn í sumar og þarf því að selja til að kaupa Isak sem er samningsbundinn Newcastle.