Stuðningsmenn pólska liðsins Lech Poznan laumuðust inn á Kópavogsvöll í skjóli nætur og komu þar fyrir mynd af lukkudýri félagsins.
Liðið mætir Breiðabliki í kvöld í seinni leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildariinnar. Pólska liðið er svo gott sem komið áfram eftir 7-1 sigur í fyrri leiknum.
Hér að neðan má sjá myndina sem stuðningsmennirnir settu upp af lukkudýri sínu, en það var Fótbolti.net sem vakti athygli á þessu.