Það er óhætt að segja að nóg verði um að vera hjá íslenskum dómurum í Evrópukeppnum í vikunni.
Bríet Bragadóttir kemur til með að dæma tvo leiki í riðli í Meistaradeild kvenna. Bríet er fjórði dómari í viðureign Cardiff City FC og Athlone Town AFC sem fer fram í kvöld. Bríet er svo aðaldómari laugardaginn 2. ágúst í viðureign Agram frá Króatíu en liðið mæta sigurvegara fyrri leiksins. Báðir leikirnir fara fram á Athlone Stadium í Írlandi.
Íslenskir dómarar munu þá dæma viðureign hollenska liðsins AZ Alkmaar og finnska liðsins Ilves Tampere á morgun. Liðin mætast á Alkmaar-leikvanginum í Hollandi og er um að ræða leik í Sambandsdeild UEFA.
Íslenskur dómarakvartett verður einnig á Sambandsdeildarviðureign FC UNA Strassen frá Lúxemborg og skoska liðsins Dundee United á morgun. Leikurinn fer fram á Differdange-leikvanginum í Lúxemborg.
Loks verða fjórir íslenskir dómarar á leik sænska liðsins AIK og Paide Linnameeskond frá Eistlandi í Sambandsdeildinni á morgun. Liðin mætast á Solna-leikvanginum í Stokkhólmi.