fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Íslenskir dómarar um alla Evrópu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að nóg verði um að vera hjá íslenskum dómurum í Evrópukeppnum í vikunni.

Bríet Bragadóttir kemur til með að dæma tvo leiki í riðli í Meistaradeild kvenna. Bríet er fjórði dómari í viðureign Cardiff City FC og Athlone Town AFC sem fer fram í kvöld. Bríet er svo aðaldómari laugardaginn 2. ágúst í viðureign Agram frá Króatíu en liðið mæta sigurvegara fyrri leiksins. Báðir leikirnir fara fram á Athlone Stadium í Írlandi.

Íslenskir dómarar munu þá dæma viðureign hollenska liðsins AZ Alkmaar og finnska liðsins Ilves Tampere á morgun. Liðin mætast á Alkmaar-leikvanginum í Hollandi og er um að ræða leik í Sambandsdeild UEFA.

  • Dómari – Ívar Orri Kristjánsson (ISL)
  • Aðstoðardómari 1 – Birkir Sigurðarson (ISL)
  • Aðstoðardómari 2 – Ragnar Þór Bender (ISL)
  • Varadómari – Þórður Þ. Þórðarson (ISL)

Íslenskur dómarakvartett verður einnig á Sambandsdeildarviðureign FC UNA Strassen frá Lúxemborg og skoska liðsins Dundee United á morgun. Leikurinn fer fram á Differdange-leikvanginum í Lúxemborg.

  • Dómari – Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
  • Aðstoðardómari 1 – Gylfi Már Sigurðsson
  • Aðstoðardómari 2 – Kristján Már Ólafs
  • Varadómari – Gunnar Oddur Hafliðason

Loks verða fjórir íslenskir dómarar á leik sænska liðsins AIK og Paide Linnameeskond frá Eistlandi í Sambandsdeildinni á morgun. Liðin mætast á Solna-leikvanginum í Stokkhólmi.

  • Dómari – Helgi Mikael Jónasson
  • Aðstoðardómari 1 – Egill Guðvarður Guðlaugsson
  • Aðstoðardómari 2 – Eysteinn Hrafnkelsson
  • Varadómari – Jóhann Ingi Jónsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiga í viðræðum við Liverpool

Eiga í viðræðum við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafa rætt við leikmann Liverpool

Hafa rætt við leikmann Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United