Kolo Muani sló í gegn með Juventus á láni frá Paris Saint-Germain á seinni hluta síðustu leiktíðar og vill félagið fá hann endanlega.
Það gengur þó erfiðlega að fjármagna kaupin fyrir ítalska félagið og vill það jafnvel fá Frakkann á láni aftur með kaupmöguleika.
PSG hefur ekki mikinn áhuga á því og þarf Juventus því að vera klárt með plan B. Ítalskir miðlar segja að það sé Nunez.
Liverpool vill selja Nunez á rúmar 50 milljónir punda en er sagt opið fyrir láni með kaupmöguleika, sem gæti hentað Juventus.