Stuðningsmenn Arsenal munu líklega fá að sjá Viktor Gyokores spila með félaginu í fyrsta sinn á morgun.
Gyokores kom til Arsenal frá Sporting í sumar og hefur hitt liðsfélaga sína í æfingaferð í Asíu.
Margir bíða spenntir eftir að sjá Svíann spila á Englandi en hann raðaði inn mörkum fyrir Sporting.
Fyrsti leikur Gyokores er líklega á morgun klukkan 11:30 en þá spilar Arsenal æfingaleik við Tottenham.
Mikel Arteta stjóri Arsenal ætlar að ræða við læknateymið og ef Gyokores fær grænt ljós mun hann taka þátt.