Everton hefur klófest Adam Aznou, vinstri bakvörð Bayern Munchen. Hann gerir fjögurra ára samning.
Um er að ræða efnilegan 19 ára gamlan leikmann. Hann fæddist á Spáni en er landsliðsmaður Marokkó.
Aznou var í yngri liðum Barcelona áður en hann skipti yfir til Bayern og hefur hann því fengið góðan skóla. Hann kom svo við sögu í fjórum leikjum með aðalliði þýska stórveldisins.
Aznou er sá fjórði sem Everton fær í glugganum í sumar á eftir Charly Alcaraz, Thierno Barry og Mark Travers.
Aznou = Blue! 🔵 pic.twitter.com/UdLjIq7hgW
— Everton (@Everton) July 29, 2025