Það er skiljanlegt af hverju Joao Felix ákvað að færa sig til Sádi Arabíu en hann yfirgefur Chelsea á Englandi fyrir Al-Nassr.
Felix kostar Al-Nassr um 50 milljónir evra en hann náði aldrei að standast væntingar hjá enska stórliðinu.
Portúgalinn fær að spila með fyrirmynd sinni, Cristiano Ronaldo, hjá Al-Nassr og gerir tveggja ára samning.
Greint er frá því að Felix hafi verið á átta milljónum evra á ári hjá Chelsea en þau laun hafa hækkað gríðarlega eftir þetta skref.
Felix fær 17,5 milljónir evra fyrir hvert ár hjá Al-Nassr og er á meðal launahæstu leikmanna deildarinnar.
Aðeins Cristiano Ronaldo, Riyad Mahrez, Karim Benzema og Sadio Mane fá betur greitt en Felix í efstu deild þar í landi