RB Leipzig er sagt vera búið að finna eftirmann Xavi Simons sem er líklega á leið til Chelsea á Englandi.
Greint hefur verið frá því að Simons sé í viðræðum við Chelsea og eru þær sagðar vera komnar langt á leið.
Bilal El Khannouss er maðurinn sem Leipzig vill fá í staðinn en hann spilar með Leicester í næst efstu deild Englands.
El Khannouss er 21 árs gamall Marakkói en hann gekk í raðir Leicester í fyrra og spilaði 36 leiki sem sóknarsinnandi miðjumaður.
Hann er fæddur í Belgíu og uppalinn en er þó landsliðsmaður Marokkó og á að baki 21 landsleik.