Jóhannes Kristinn Bjarnason er búinn að skrifa undir hjá Kolding og var kynntur til leiks hjá félaginu í morgun.
Kolding spilar í dönsku B-deildinni og kaupir Bjarna frá KR á hátt í 10 milljónir íslenskra króna, ef marka má fréttir frá Danmörku fyrr í vikunni.
Jóhannes er aðeins tvítugur en var þrátt fyrir það lykilmaður í Vesturbænum. Miðjumaðurinn skrifar undir fjögurra ára samning við Kolding.
„Ég er virkilega glaður að hafa skrifað undir hjá Kolding. Það er gott að vera kominn og ég er spenntur fyrir tímanum hér. Ég hlakka til að hitta alla í kringum félagið og spila fyrir framan stuðningsmennina,“ sagði hann eftir undirskrift.
Kolding er með 3 stig eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins í deildinni. Tekur liðið á móti Köge í næsta leik á föstudag.