Eins og flestir eða allir bjuggust við þá er Breiðablik úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir leiki við Lech Poznan.
Lech er lið frá Póllandi og er ansi öflugt en seinni leikur liðanna fór fram á Kópavogsvelli í kvöld.
Breiðablik var úr leik fyrir þennan leik eftir að hafa tapað 7-1 í fyrri leiknum í Póllandi.
Lech hafði einnig betur í seinni leiknum en hann var þó mun betri hjá þeim íslensku og lauk með 1-0 tapi.
Framherjinn Mikael Ishak gerði eina mark leiksins en hann skoraði vítaspyrnuþrennu í fyrri leiknum.