Andri Fannar Baldursson er genginn í raðir Kasimpasa í Tyrklandi frá Bologna og skrifar hann undir þriggja ára samning.
Hinn 23 ára gamli Andri Fannar hefur verið á mála hjá Bologna síðan 2019, en undanfarin ár hefur hann leikið á láni hjá FC Kaupmannahöfn, NEC Nijmegen og síðast Elfsborg.
Nú tekur hann þetta spennandi skref til Kasimpasa, sem hafnaði um miðja efstu deild í Tyrklandi á síðustu leiktíð.
Andri Fannar á að baki tíu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og kom sá fyrsti árið 2020.
Transfer 🤝📝
Andri Fannar Baldursson Kasımpaşamızda
Yeni transferimiz Andri Fannar Baldursson, sağlık sponsorumuz @livhospital Vadi İstanbul’da geçirdiği kontrollerin ardından Turgay Ciner Spor Tesislerimizde düzenlenen imza töreninde kendisini 3 yıllığına Kasımpaşamıza… pic.twitter.com/wRsCqoBhGj
— Kasımpaşa (@kasimpasa) July 30, 2025