Kjartan Már Kjartansson er orðinn leikmaður Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni en þetta var staðfest í kvöld.
Um er að ræða afskaplega efnilegan leikmann sem er fæddur 2006 og hefur leikið tíu leiki í Bestu deildinni í sumar.
Kjartan spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir um þremur árum síðan og hefur spilað marga leiki fyrir aðalliðið síðan þá.
Aberdeen er nokkuð stórt félag í Skotlandi en liðið hafnaði í fimmta sæti deildairnnar á síðustu leiktíð.
Hann gerir fjögurra ára samning við Aberdeen og verður fróðlegt að fylgjast með hans dvöl þar í vetur.