James Trafford er kominn til Manchester City en hann gengur í raðir félagsins frá Burnley.
Burnley keypti leikmanninn frá City fyrir tveimur árum síðan og hjálpaði liðinu að komast upp um deild í vetur.
City borgar um 27 milljónir punda fyrir Trafford en hann kostaði Burnley 14 milljónir punda fyrir tveimur árum.
Trafford er aðeins 22 ára gamall en hvort hann verði aðalmarkvörður City í vetur er óljóst.