Liverpool þarf að selja fyrir 80-100 milljónir punda til að safna fyrir Alexander Isak og vera innan ramma fjárhagsreglna. ESPN fjallar um málið.
Isak, sem hefur slegið í gegn með Newcastle undanfarin ár, er nú sterklega orðaðru við Liverpool. Hann kostar þó um 150 milljónir punda og er Liverpool nú þegar búið að eyða 79 milljónum punda í annan framherja, Hugo Ekitike.
Liverpool vill líka fá Isak og myndi eyðsla félagsins með því fara upp í um 430 milljónir punda. Það yrði met í einum félagaskiptaglugga, en Chelsea setti það árið 2023, eyddu 404 milljónum punda.
Sem fyrr segir þarf Liverpool þó að selja til að dæmið gangi upp. Nefnir ESPN Darwin Nunez, Harvey Elliot og Federico Chiesa sem dæmi um leikmenn sem félagið gæti selt til að ná inn þeirri upphæð sem til þarf.