Vængmaðurinn Rodrygo hefur engan áhuga á að semja við lið Tottenham í sumar en hann spilar með Real Madrid.
Þetta kemur fram í frétt FootMercato en Rodrygo hefur einnig verið orðaður við Liverpool og Paris Saint-Germain.
Samkvæmt FM þá er Rodrygo á því máli að Tottenham sé ‘of lítið félag’ og kýs að horfa annað í sumarglugganum.
Hann vill sjálfur halda áfram vegferð sinni hjá Real en félagið er að leita að nýjum eiganda til að fjármagna önnur kaup.
Rodrygo er 24 ára gamall en hann er samningsbundinn Real til ársins 2028.